Þetta verður frábært

dgl_tobak_fimpar2 Það verður frábært að rölta á kaffihús um helgina, fá sér eina kollu og draga andann - en ekki reykinn frá næsta borði. Við sem ekki reykjum (lengur) ættum að fjölmenna á veitingahús landsins þann 1. júní og sýna þannig hug okkar í verki!

Ég er staðráðin í að notfæra mér þessi nýju forréttindi hvenær sem tækifæri gefst til. Og ég ætla rétt að vona að veitingamenn fari ekki að grafa undan þessum nýfengnu réttindum meginþorra fólks (sem er reyklaus samkvæmt könnunum) með því að framfylgja ekki banninu. Kormákur - ég ætla að eiga það við þig að standa nú uppréttur! Police

Hitt er svo annað mál, að kannski væri bara hreinlegra að banna einfaldlega sölu tóbaks. Þetta er auðvitað svolítið skrítið að fólk skuli hvergi mega vera með löglegan neysluvarning - því sígarettur eru jú þrátt fyrir allt lögleg neysluvara.

En það er önnur saga. Ég er fegin því að geta loksins kíkt við á ölstofu og setið þar um stund að spjalli við fólk án þess að súrna í augum og fyrir brjósti af sígarettureyk. Tounge


mbl.is Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Já náttúrlega þá sem þangað fara inn til að reykja

Þórbergur Torfason, 30.5.2007 kl. 21:51

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Þar hittirðu naglann á höfuðið..... sígarettur eru nefnilega LÖGLEG neysluvara!

Annars hvet ég alla reykingamenn til að safnast saman á veitingahús landsins 31.maí !

Eva Þorsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 00:05

3 identicon

Ég get bara ekki orða bundist.  Ég vann í sautján ár á veitingahúsum í reykmettuðu umhverfi  og reykti sjálf þar til fyrir fimm og hálfu ári síðan.  Í dag er ég með lungnakrabba á lokastig og þykir ljóst að þetta mun verða mitt banamein) ég er ekki nema 38 ára ), það er bara spurningin um tíma.  Það fá ekki allir krabbamein sem að reykja en af þeim sem að fá lungnakrabba er 90 % af þeim fólk sem að reykir eða vegna óbeinna reykinga. Hversu dýrmætt er þetta "frelsi " okkar, hversu mörgum mannlífum erum við reiðubúin að fórna til að halda í okkar mannréttindi til að halda í okkar "réttindi".  Værir þú reiðubúin að fórna þínu ef að hægt væri að  sjá það fyrir ???

Frekar hastarleg viðbrögð en staðreyndin er sú að helsta dauðaorsök í heiminum vegna krabbameins er vegna lungnakrabba.  Ég fagna 1 júlí og er stolt að ráðamönnum fyrir þessa ákvörðun :O)

Þórdís tinna (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 08:50

4 identicon

Auðvitað áttti þetta að vera 1 júní

Þórdís Tinna Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 08:51

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þakka þér Þórdís Tinna fyrir þitt innlegg. Það þarf ekki frekari vitna við í þessa umræðu. Guð veri  með þér í þinni baráttu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.5.2007 kl. 10:33

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef þú lest þessi orð mín Þórdís langar mig líka að  þakka þér fyrir þitt góða innlegg og senda þér hlýjar óskir.  Ég las eitt sinn í gömlum kvæðum að "enginn vissi sinn næturstað" en að menn lifðu í verkum sínum. Ég vona að orð þín nái til sem flestra því þá munt þú lifa lengi áfram í góðum verkum, lengur en margur sem staldrar fleiri daga í þessum heimi.  Ef það verða örlög þín að falla fyrir tóbaksreyk vona ég að gæfan fylgi þér um ókönnuð og  reyklaus lönd. 

Sigurður Þórðarson, 10.6.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband