Verður Vöggur litlu feginn?

 oliuhreinsistod   Skýrsla Vestfjarðanefndarinnar um atvinnumál hefur nú verið birt á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Ég er búin að lesa hana og ... sjáið til:

Fyrir fáum árum skiluðu vestfirskir sveitarstjórnarmenn sérstakri byggðaáætlun fyrir Vestfirði. Sú áætlun var samin í tilefni af því að Vestfirðir "gleymdust" í  byggðaáætluninni  sem átti að ná yfir landið allt. Sú áætlun var send stjórnvöldum, og fyrstu árin á eftir bárust með vorvindum yfirlýsingar um að nú færi að rofa til í málefnum svæðisins - svona hvað úr hverju.

Síðan hefur flest verið á niðurleið - eins og skýrslan sýnir svart á hvítu.

Þegar svo Vestfirðingar fengu nóg af orðavaðli og aðgerðarleysi, eins og glögglega kom í ljós á fundinum Lifi Vestfirðir nú í vor, ákvað forsætisráðherra að skipa nefnd til þess að skila inn tillögum um aðgerðir í atvinnulífi svæðisins. Sveitarstjórnarmenn bentu á að slíkar tillögur lægju nú þegar fyrir og ekki þyrfti að skipa sérstaka nefnd um það mál að sinni. Engu að síður var nefndin skipuð - og ég skal viðurkenna að ég lét að mér hvarfla að það væri vegna þess að nú ætti að skoða málin í alvöru. Kalla eftir nýjum og ferskum tillögum, eða blása ryki af gömlum, og gera áætlun um hvernig fram komnum tillögum yrði helst komið í framkvæmd. 

Nú liggur nefndarálitið fyrir og .... Whistling

Það var auðvitað barnaskapur að halda að eitthvað kæmi út úr þessu. Ég játa á mig þann barnaskap. Hann mun ekki henda mig aftur, a.m.k. ekki á meðan þessi ríkisstjórn situr að völdum.

Vestfirðingar bjuggust við framsæknum tillögum - e.t.v. bara einni þróttmikilli hugmynd sem fæli í sér nýsköpun, framtíðarsýn, metnað. Til dæmis tillögu um sjálfstæðan háskóla á Ísafirði; stórátak í vegamálum (eitthvað annað en að flýta Vestfjarðagöngum - hefði t.d. mátt stíga skrefið til fulls og leggja til tvenn jarðgöng til að tengja norður og suðursvæði Vestfjarða í eitt skipti fyrir öll); strandsiglingar.   Ekki er því að heilsa. Þess í stað koma almennt orðaðar ályktanir um að "stefna að", "auka" og "efla" eitt og annað (sem segir sig auðvitað sjálft) og svo loftkenndar vangaveltur um olíuhreinsunarstöð í Dýrafirði. Hugmynd sem hvorki nefndarmenn né forsætisráðherra þora þó að taka neina ábyrgð á eða mæla með. 

Þannig fór um sjóferð þá.

 

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/Vestfjardarnefnd.pdf

http://bb.is/?PageID=26&NewsID=61424

http://bb.is/?PageID=26&NewsID=97956 

http://bb.is/?PageID=26&NewsID=97688


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Gleðilegt sumar og þakka þér veturinn

Já við höfum verið æði mörg bláeygð og sárt að enn einu sinni hafa menn brugðist vonum manna. Jafnvel tillögur sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum, lagðar fram á fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, komast ekki inn í þessa skýrslu. Óskiljanlegt!

Katrín, 20.4.2007 kl. 21:23

2 Smámynd: Katrín

Almáttugur það er draugur í tölvunni minni.  Sorrry Ólína mín, ég verð líklega að taka til baka ósk mína um hiksta til handa nefndarmönnum og ríkisstjórn

Katrín, 20.4.2007 kl. 21:24

3 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Heyrðu nú - bæði mynd af "dásemdinni" og komment - ætluðum við ekki að hætta fram yfir kosningar..... Hugsaðu þér hvað gott væri að vera til ef hægt væri að ræða málefni byggða landsins án allrar pólítíkur - að virkilega taka á vandanum í sameiningu !

Þorleifur Ágústsson, 20.4.2007 kl. 22:15

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jamm ... ég er sammála því að við eigum ekki að reyna að rökræða það hvort, hvernig eða hvenær eigi að setja hér upp olíuhreinsunarstöð, hversu mikið hún mengi o.s. frv. fyrr en ljóst er hvað liggur á bak við hugmyndina.

En, Tolli minn, hvernig á ég að fara að því að tala um "nefndarálitið", ég meina "niðurstöðu" nefndarinnar (eða hvað við eigum að kalla þetta plagg) um úrbætur í atvinnumálum okkar Vestfirðinga án þess að nefna olíuhrei.... þú veist? 

Það er því miður ekki hægt

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 20.4.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband